Þingmenn úr þremur flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að sé þingmaður skipaður ráðherra víki hann úr þingsæti á meðan hann gegnir ráðherradómi og varamaður taki sæti hans á meðan.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en einnig standa þeir Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum og Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, að tillögunni.