Árleg martröð aldraðra

Eft­ir Björgu Evu Er­lends­dótt­ur - beva@bla­did.net

End­ur­reikn­ing­ar tekju­tengdra bóta Trygg­inga­stofn­un­ar vegna árs­ins 2006 voru kynnt­ir full­trú­um aldraðra í síðustu viku. „Enn meira er um rang­ar greiðslur nú en árin á und­an," seg­ir Helgi Selj­an, einn af fjór­um full­trú­um aldraðra í sam­starfs­nefnd, sem fékk að sjá út­reikn­inga stofn­un­ar­inn­ar.

Alls voru greiðslur til hátt í fjöru­tíu og fimm þúsund ein­stak­linga end­ur­reiknaðar, og af þeim fengu hátt í tutt­ugu þúsund of háar greiðslur og þurfa að end­ur­greiða. Elli­líf­eyr­isþegar sem þurfa að skila pen­ing­um greiða að meðaltali 90 þúsund krón­ur til baka. Þeir sem mest skulda þurfa að greiða meira en millj­ón til baka. Meðal­inn­eign elli­líf­eyr­isþega sem hafa fengið van­greitt er hins veg­ar rétt inn­an við 52 þúsund krón­ur. Ekki verða inn­heimt­ar greiðslur af þeim sem skulda und­ir tutt­ugu þúsund krón­ur, en hinir þurfa að borga á næsta ári.

Helgi Selj­an seg­ir skelfi­legt verk­efni framund­an hjá eldri borg­ur­um og hjá Trygg­inga­stofn­un að taka á móti fólki sem vill fá leiðrétt­ingu, á ekki fyr­ir end­ur­greiðslunni og skil­ur ekki af hverju það er krafið um hana. Al­galið sé að þetta skuli ger­ast ár eft­ir ár og að aft­ur og aft­ur séu upp­gefn­ar for­send­ur þannig að bótaþegum sé gert ill­kleift að skila inn rétt­um upp­lýs­ing­um.

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert