Erum í gíslingu Garðbæinga

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði
Eft­ir Ingi­björgu B. Sveins­dótt­ur - ingi­bjorg@bla­did.net

Bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, Lúðvík Geirs­son, seg­ir Hafn­f­irðinga vera í gísl­ingu Garðabæj­ar. „Við lít­um svo á að við séum í ákveðinni gísl­ingu. Á 1 km kafla í landi Garðabæj­ar á gamla Hafn­ar­fjarðar­veg­in­um, frá Engi­dal að Víf­ilsstaðavegi, eru þrjár um­ferðarljós­a­stýr­ing­ar. Þarna mynd­ast stífla á morgn­ana og síðdeg­is þegar menn fara í og úr vinnu. Við höf­um ít­rekað boðið bæj­ar­yf­ir­völd­um í Garðabæ teikn­ing­ar að hring­torg­un­um okk­ar sem hafa leyst úr um­ferðar­hnút­um hér."

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, seg­ir hring­torg vel koma til greina á gatna­mót­um Víf­ilsstaðaveg­ar og Hafn­ar­fjarðar­veg­ar þar sem mesta biðin sé. Gunn­ar vís­ar því á bug að Hafn­f­irðing­ar séu í gísl­ingu Garðbæ­inga. „Við gæt­um al­veg eins verið í gísl­ingu því að þegar við erum að fara út á flug­völl end­ar Reykja­nes­braut­in í bíl­skúr í Hafnar­f­irði."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert