Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, segir Hafnfirðinga vera í gíslingu Garðabæjar. „Við lítum svo á að við séum í ákveðinni gíslingu. Á 1 km kafla í landi Garðabæjar á gamla Hafnarfjarðarveginum, frá Engidal að Vífilsstaðavegi, eru þrjár umferðarljósastýringar. Þarna myndast stífla á morgnana og síðdegis þegar menn fara í og úr vinnu. Við höfum ítrekað boðið bæjaryfirvöldum í Garðabæ teikningar að hringtorgunum okkar sem hafa leyst úr umferðarhnútum hér."
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir hringtorg vel koma til greina á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar þar sem mesta biðin sé. Gunnar vísar því á bug að Hafnfirðingar séu í gíslingu Garðbæinga. „Við gætum alveg eins verið í gíslingu því að þegar við erum að fara út á flugvöll endar Reykjanesbrautin í bílskúr í Hafnarfirði."
Nánar í Blaðinu