Hundruð milljóna svikin út

Eftir Rúnar Pálmason

runarp@mbl.is

Ef miðað er við umfang tryggingasvika í nágrannalöndum Íslands er ekki óvarlegt að álykta að tryggingasvik hér á landi nemi mörg hundruð milljónum króna á ári. Ómögulegt er þó að segja um það með vissu þar sem engar rannsóknir eða kannanir hafa farið fram á umfangi þessara brota.

Nýlega sendi norski ríkissaksóknarinn umburðarbréf til allra lögreglustjóra og saksóknara í landinu þar sem hann benti á að tryggingasvik væru alvarlegt og vaxandi vandamál.

Starfsmenn þriggja stærstu tryggingafélaganna hér á landi sem Morgunblaðið ræddi við í gær könnuðust allir við umræðu um að tryggingasvik færðust í aukana í Evrópu en sögðust á hinn bóginn ekki sjá sérstök merki um að það væri einnig að gerast hér á landi. Í Svíþjóð væri talað um að allt að 5–10% af kröfum væru ýmist fölsk eða ýkt en hlutfallið væri talið nokkru lægra í Noregi. Þeir vildu þó meina að hlutfall tryggingasvika væri mun lægra hér á landi. En jafnvel þótt hlutfallið væri aðeins 1% er um gríðarlegar fjárhæðir að tefla og nægir að benda á að í fyrra greiddi Sjóvá um 65 milljarða í tjónabætur.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert