Kínverski Wuhan-loftfimleikahópurinn er staddur hér á landi en hópurinn kom alla leið til Íslands frá heimalandi sínu til þess að sýna Íslendingum listir sínar og til að kynna Íslendingum kínverska menningu. Fyrsta sýningin verður í kvöld.
Um 40 loftfimleikamenn á aldrinum 10-24 ára eru í hópnum og voru þeir við æfingar íþróttamiðstöðinni Versölum í Kópavogi í dag.
Leikstjóri sýningarinnar, Liang Zhongyi, segir Wuhan-loftfimleikahópinn hafa ferðast um allan heim og að hann hafi sýnt í yfir 80 löndum.
Liang segir hópinn vera kominn hingað til lands til þess að taka þátt í kínverskri menningarhátíð í Kópavogi. Þau vilji efla tengsl landanna og kynna Íslendingum hefðbundna kínverska menningu.
Sýningarnar verða fjórar talsins en búið er að bæta við aukasýningu; fimmtudagskvöldið 4. október kl. 20, laugardaginn 6. október kl. 16 og kl. 18. og sunnudaginn 7. október kl. 16.