Loftfimleikar í Versölum

00:00
00:00

Kín­verski Wu­h­an-loft­fim­leika­hóp­ur­inn er stadd­ur hér á landi en hóp­ur­inn kom alla leið til Íslands frá heimalandi sínu til þess að sýna Íslend­ing­um list­ir sín­ar og til að kynna Íslend­ing­um kín­verska menn­ingu. Fyrsta sýn­ing­in verður í kvöld.

Um 40 loft­fim­leika­menn á aldr­in­um 10-24 ára eru í hópn­um og voru þeir við æf­ing­ar íþróttamiðstöðinni Versöl­um í Kópa­vogi í dag.

Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar, Liang Zhongyi, seg­ir Wu­h­an-loft­fim­leika­hóp­inn hafa ferðast um all­an heim og að hann hafi sýnt í yfir 80 lönd­um.

Liang seg­ir hóp­inn vera kom­inn hingað til lands til þess að taka þátt í kín­verskri menn­ing­ar­hátíð í Kópa­vogi. Þau vilji efla tengsl land­anna og kynna Íslend­ing­um hefðbundna kín­verska menn­ingu.

Sýn­ing­arn­ar verða fjór­ar tals­ins en búið er að bæta við auka­sýn­ingu; fimmtu­dags­kvöldið 4. októ­ber kl. 20, laug­ar­dag­inn 6. októ­ber kl. 16 og kl. 18. og sunnu­dag­inn 7. októ­ber kl. 16.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert