Sala á K-lyklinum hafin

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, keypti fyrsta K-lykilinn í morgun.
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, keypti fyrsta K-lykilinn í morgun. mbl.is/Friðrik

Kiwanishreyfingin mun næstu daga standa fyrir landssöfnuninni „Lykill að lífi“ til styrktar geðsjúkum. Þá munu félagar í Kiwanis selja K-lykillinn um allt land, ganga í hús, verða í verslunum og verslunarmiðstöðvum og á öðrum fjölförnum stöðum. K-lykillinn veður ennfremur til sölu í öllum verslunum Bónuss og á þjónustustöðvum Olís um land allt.

K-lykillinn hefur verið seldur á þriggja ára fresti, frá árinu 1974, og hefur ágóðinn ávallt runnið til geðsjúkra og aðstandenda þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert