Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla NATO fundi á Íslandi

Sam­tök hernaðarand­stæðinga mót­mæla því að til standi að halda þing­manna­fund NATO hér á landi um kom­andi helgi. Íslend­ing­ar eru herlaus og friðelsk­andi þjóð, sem ekki á að taka að sér gest­gjafa­hlut­verk fyr­ir slík­ar sam­kom­ur.Þetta kem­ur fram í álykt­un frá sam­tök­un­um.

„Að þessu til­efni vilja SHA minna á eft­ir­far­andi staðreynd­ir um hlut­verk og eðli NATO:

NATO er hernaðarbanda­lag sem hef­ur yfir að ráða gríðarleg­um hernaðarmætti. NATO hef­ur ekki úti­lokað beit­ingu kjarn­orku­vopna að fyrra bragði.

NATO hef­ur tekið þátt í árás­ar­stríðum, s.s. á Balk­anskaga. Um þess­ar mund­ir tek­ur banda­lagið virk­an þátt í her­námi Af­gan­ist­an og hef­ur með aðgerðum sín­um leitt til dauða fjölda sak­lausra borg­ara.

Aðild­ar­ríki NATO eru ásamt Rússlandi lang­stærstu vopna­fram­leiðslu­lönd í heimi. Með vopna­sölu sinni til stríðshrjáðra svæða bera þau ábyrgð á þján­ing­um fólks um víða ver­öld,

NATO og ein­stök NATO-ríki hafa staðið gegn gerð og samþykkt fjöl­margra af­vopn­un­ar­samn­inga á liðnum árum og ára­tug­um, þar á meðal á sviði kjarn­orku­af­vopn­un­ar.

það er inn­byggt í skipu­lag NATO að Banda­ríkja­menn hafi með hönd­um hernaðarlega stjórn þess. Banda­ríkja­stjórn hef­ur ít­rekað notað NATO sem verk­færi eft­ir inn­rás­ir sín­ar, bæði í Af­gan­ist­an og í Írak, und­ir yf­ir­skini friðargæslu eða upp­bygg­ing­ar­starfs.

Ein af rök­semd­um Hall­dórs Ásgríms­son­ar, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, gegn til­lög­um um friðlýs­ingu Íslands fyr­ir kjarn­orku­vopn­um árið 2004 var að það sam­rýmd­ist ekki skuld­bind­ing­um Íslands gagn­vart NATO.

Hinar um­deildu áætlan­ir Banda­ríkj­anna um gagneld­flauga­kerfi eru gerðar með fullu samþykki NATO og eru í raun liður í áætl­un­um NATO. Þess­ar áætlan­ir eru tald­ar spilla mjög fyr­ir viðleitni til af­vopn­un­ar.

Ein­stök aðild­ar­ríki NATO bera höfuðábyrgð á stríðinu í Írak sem kostað hef­ur hundruð þúsunda Íraka lífið og hrakið millj­ón­ir á flótta.

Um leið og Sam­tök hernaðarand­stæðinga mót­mæla fund­ar­höld­um þess­um, hvetja þau ís­lensk stjórn­völd til að taka upp sjálf­stæða og friðsama ut­an­rík­is­stefnu. Úrsögn úr NATO er rök­rétt fyrsta skref í þá átt," sam­kvæmt álykt­un Sam­taka hernaðarand­stæðinga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert