Spiegel: Ævisaga Halldórs Laxness lýsir menningarsögu Evrópu

Halldór Guðmundsson ferðast nú um Þýskaland að kynna bók sína …
Halldór Guðmundsson ferðast nú um Þýskaland að kynna bók sína um nafna sinn Laxness. mbl.is/Kristinn

Þýska tímaritið Der Spiegel birtir í sérhefti um bókaútgáfu haustsins fjögurra síðna umfjöllun um ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Það er án efa í fyrsta sinn sem Spiegel fjallar svo ítarlega um íslenska bók. Spiegel gefur út 6 sérblöð (Spiegel Special) á ári og er þetta hefti tileinkað ævisögum. Það er verðlaunablaðamaðurinn Henryk M. Broder sem skrifar greinina og segir hann bókina vera evrópska menningarsögu séða frá íslensku sjónarhorni.

Íslendingurinn fljúgandi
Íslendingurinn fljúgandi er heiti greinarinnar sem er framarlega í blaðinu og segir hann bók Halldórs Guðmundssonar einnig lýsa menningarsögulegu tímabili í sögu Evrópu frá íslensku sjónarhorni.

Halldór Guðmundsson er á ferð um Þýskaland að kynna þýsku þýðingu bókar sinnar. Hann sagðist í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins vera eins og allir aðrir höfundar sem þætti hólið gott en vildi annars lítið tjá sig um greinina.

Blaðið kemur út á svipuðum tíma og bóksölusýningin stóra er haldin í Frankfurt og þar verður þetta sérhefti áberandi og er það án efa ein besta kynning sem bókin getur fengið í Þýskalandi.

Ljósmyndasýning með áður óséðum myndum
Halldór sagði að einnig yrði opnuð áhugaverð ljósmyndasýning í Köln á þriðjudaginn í listahúsinu Altes Pfandhaus .

Sýningastjóri sýningarinnar Mathias Wagner K. þekkir til Íslands og hefur sett upp meðal annars hönnunar sýningar hér á landi.

Hann mun hafa átt hugmyndina að ljósmyndasýningunni og fékk til þess styrki í Þýskalandi en á sýningunni eru myndir úr einkasafni Halldórs Laxness.

„Það er nokkuð merkilegt að á sýningunni eru myndir sem hafa aldrei verið prentaðar í bókum eða yfirleitt sést, þetta eru myndir sem reyndust vera á filmum á Gljúfrasteini sem sýningastjórinn fór í gegnum. Þetta eru að mjög miklu leyti myndir sem Halldór tók sjálfur. Til dæmis er ein góð sjálfsmynd sem Halldór tók notuð framan á bæklinginn sem fylgir sýningunni," sagði Halldór

Í kvöld verður Halldór með erindi um Halldór Laxness í Norrænu sendiráðabyggingunni í Berlin.

Ævisaga Halldórs Kiljan Laxness eftir Halldór Guðmundsson vekur athygli í …
Ævisaga Halldórs Kiljan Laxness eftir Halldór Guðmundsson vekur athygli í Þýskalandi. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert