Allir boðnir velkomnir í hláturjóga

Hlátur lengir lífið
Hlátur lengir lífið Reuters

Boðið verður upp á hláturjóga í fyrramálið hjá Maður lifandi í Borgartúni 34. Í hláturjóga getur hver sem er hlegið í hópi, án tilefnis, án þess að segja brandara, án húmors eða fyndni, samkvæmt tilkynningu.

Hláturjóga er aðferð sem indverski læknirinn Dr. Madan Kataria hefur þróað. „Tilgangurinn að efla og styrkja líkama og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun. Til að kalla fram hláturinn eru notaðar ákveðnar æfingar og verður hláturinn fljótt eðlilegur. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð viðbrögð líkamans eru þau sömu hvort sem hláturinn er sjálfsprottinn eða kallaður fram án tilefnis," samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert