Greint var frá því í fréttum Sjónvarpsins í kvöld að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að borgarstjóra undanskildum, hafi gengið á fund Geirs H. Haarde, formanns flokksins, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns flokksins, í dag og lýstu óánægju sinni með það hvernig staðið hafi verið að sameiningu orkufyrirtækjanna Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy.