Heimili þriggja fjölskyldna á uppboð í hverri viku

mbl.is

Um það bil þrjár fjölskyldur missa húsnæðið sitt á nauðungarsölum á viku. Þetta segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. „Þá er líka hluti sem bankarnir eru búnir að leysa til sín áður en til uppboðs kemur.“

Ingibjörg hefur einnig orðið vör við að fólk selji íbúðir sínar þar sem það geti ekki staðið í skilum af húsnæðislánum. „Fólk forðast í lengstu lög að standa ekki í skilum með húsnæðislánin og grípur þá til yfirdráttarheimilda, þar sem vextir eru yfir 20 prósent, til að standa straum af afborgunum þegar í óefni er komið.“

Fá úrræði eru til staðar fyrir efnaminna fólk sem er að reyna að komast inn á húsnæðismarkaðinn og segir hún þörf á reglugerðarbreytingu í þá átt að íbúðalán verði ekki lengur takmörkuð við brunabóta og lóðamat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka