Áslaugu Jónsdóttur brá heldur betur í brún þegar hún var að fletta tímaritinu Inn um innanhússhönnun í gær og rakst í heftinu miðju á leiðbeiningar um það hvernig skuli verka og matreiða ketti.
„Við skulum gera ráð fyrir að kötturinn sé dauður. Þá tekur þú þér í hönd stóran slátrarahníf og heggur haus, lappir og rófu af skepnunni. Þá ristir þú kvið kattarins og fláir hann og hreinsar allt invols,“ segir í tímaritinu, áður en kemur að uppskrift að „bjórsteiktum ketti“ - en eitt af hráefnunum er 1 köttur, skorinn í sneiðar.
„Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Áslaug. „Ég er með þrjá hunda og ég hélt að ég myndi alveg brjálast þegar ég las þetta. Þetta er bara ofbeldi gegn dýrum.“
Sigurborg Daðadóttir, sérgreinadýralæknir og formaður dýraverndarráðs, segir kattamatreiðslu brot á dýraverndarlögum.
Nánar í Blaðinu í dag