Starfsmenn GT verktaka að kanna réttarstöðu sína

Fyrirtækið GT verktakar í Hafnarfirði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að lettneskir verkamenn sem handteknir hafa verið hér á landi undanfarna daga séu ekki og hafi aldrei verið starfsmenn fyrirtækisins.

í yfirlýsingunni segir að um sé að ræða verkamenn sem séu starfsmenn starfsmannaleigunnar Nordic Construction Line (NCL). Starfsmannaleigan hafi séð um og sé með ráðningarsamninga við verkamennina og þeir fái greidd laun í samræmi við Virkjanasamninginn. Um þetta sé öllum hlutaðeigandi fullkunnugt, þar með talið AFLI og Vinnumálastofnun.

Þá segir að fulltrúi NCL hér á landi hafi séð um launagreiðslur til mannanna og að þær hafi verið GT Verktökum óviðkomandi. Launaseðlar vegna vinnu verkamannanna hafi verið gefnir út af NCL. Þar séu tilgreindar allar tekjur, svo sem unnar vinnustundir, vaktaálag, yfirvinna og orlofstímar. Á launaseðlum komi einnig fram frádráttaliðir, iðgjald í lífeyrissjóð, félagsgjald og staðgreiðsla skatta.

Í yfirlýsingunni segir einnig: „Með ásökunum AFLS starfsgreinafélagi, er um leið verið að væna tvo einstaklinga, sem sáu um launagreiðslurnar, um fjárdráttarbrot. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir í garð þessara einstaklinga. Þeir eru nú, ásamt lögmanni sínum, að kanna réttarstöðu sína og hvort ástæða sé til að óska opinberrar rannsóknar vegna rangra sakargifta."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert