Sviptir ökuleyfi fyrir hraðakstur

mbl.is/Júlíus

Tveir ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða í Arnarbakka í Breiðholti í gærkvöldi. Annar ók á 68 km hraða en hinn 70. Þarna er 30 km hámarkshraði en nokkrir til viðbótar voru teknir þar fyrir hraðakstur í gær og eiga hinir sömu allir sekt yfir höfði sér.

Þá var hundrað þrjátíu og einn ökumaður var staðinn að hraðakstri í Hvalfjarðargöngum frá mánudegi til föstudags í þessari viku. Meðalhraði hinna brotlega var tæplega 83 km/klst en leyfður hámarkshraði í göngunum er 70.

Að sögn lögreglu voru fáir á áberandi miklum hraða en sá sem hraðast ók mældist á 100 km hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert