Verði reknir úr landi að lokinni afplánun

Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
Eftir Rúnar Pálmason

runarp@mbl.is

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) kvað fast að orði á blaðamannafundi sem haldinn var í gær um þjófnað í verslunum og kallaði sérstaklega eftir harðari viðbrögðum við erlendum þjófagengjum. Fólk sem kæmi gagngert til landsins til að stela og flytja þýfið úr landi ætti að dæma og reka úr landi að lokinni refsingu.

Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, sagði á fundinum að hér hefði ríkt "pempíuskapur" gagnvart umræðu um þjófnað útlendinga. Það væri því miður staðreynd að þjófagengi útlendinga væru vaxandi vandamál hér á landi eins og víða annars staðar.

Á máli Sigurðar var greinilegt að hann var meðvitaður um hættuna á því að menn gætu litið á ummælin sem fordóma í garð útlendinga en hann sagði að staðreyndirnar töluðu sínu máli. Hann benti m.a. á að samkvæmt upplýsingum frá verslunum tengdust útlendingar um 20% þjófnaðarmála en þeir yllu um 80% af tjóninu. Þá næmi meðalþjófnaður Íslendinga um 2.500 krónur en útlendinga um 30.000 krónur. Sigurður sagði að systursamtök SVÞ í Noregi og Svíþjóð væru að glíma við nákvæmlega sömu vandamál og verslunareigendur hér á landi og talsmenn þeirra hefðu sagt að þjófagengi frá Austur-Evrópu yllu mesta vandanum. "Og þeir eru ekkert feimnir við að segja það bara hreint út hvernig þetta er. En hér virðist vera einhver pempíuháttur gagnvart því að segja að útlendingar séu vandamál. Þeir eru vandamál á þessu ákveðna sviði, tvímælalaust," sagði hann.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert