Vilja fara með Orkuveitufund fyrir dómstóla

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri-grænna í stjórn Orkuveitunnar, fundaði með lögmönnum í gærkvöldi, um lögmæti eigendafundar Orkuveitunnar, í fyrradag. Hún ætlar að leita leiða til að fara með málið fyrir dóm og fá niðurstöðu fundarins hnekkt. Þetta kom fram í fréttum RÚV í morgun.

Boðað var til eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur í fyrradag, með innan við sólarhrings fyrirvara. Samkvæmt eigendasamningi Orkuveitunnar þarf að boða skriflega til slíkra funda með viku fyrirvara.

Fulltrúi Borgarbyggðar og Svandís Svavarsdóttir vinstri grænum, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, þar sem tími til umþóttunar þótti of skammur. Svandís telur fundinn og þar með ákvarðanir sem þar voru teknar, ólögmætar, samkvæmt frétt RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert