Enginn hefur játað aðild

Hluti þýfisins sem lagt var hald á.
Hluti þýfisins sem lagt var hald á. mbl.is/Júlíus

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fimm Litháum sem handteknir voru á þriðjudag. Mennirnir munu sitja í varðhaldi til 10. október nk. Lögregla handtók enn einn karlmann í gærdag í tengslum við rannsókn málsins, og er hann því fimmtándi Litháinn sem handtekinn er í vikunni. Hann var yfirheyrður í gær en tekin verður ákvörðun um það í dag hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Rannsókn málsins er í fullum gangi en líkt og fram hefur komið eru mennirnir grunaðir um aðild að skipulögðum stórþjófnaði í íslenskum verslunum. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enginn hinna grunuðu hafi játað aðild sína að þjófnaðarmálunum. Hins vegar er fallist á að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera.

Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gæsluvarðhaldsúrskurðarins kemur fram að m.a. hafi verið lagt hald á 500 þúsund kr. í reiðufé við húsleit í tengslum við málið. Ekki kemur fram hvernig fjármunirnir tengist málinu.

Einnig staðfesti Hæstiréttur í gær farbann yfir Litháa, sem handtekinn var á miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert