Gjöld á útblástur verða að vera almenn

Úr álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Úr álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. mbl.is/ÞÖK

Ekki er heimilt að leggja gjöld eða skatta á útblástur lofttegunda hjá álfyrirtækjum hér á landi, nema slíkir skattar eða gjöld séu lögð á öll fyrirtæki á landinu. Svo segir í lögum um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði og lögum um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga.

Töluvert hefur verið fjallað um losunarkvóta í kjölfar fyrstu úthlutunar umhverfisráðherra á losunarheimildum á fimmtudag í síðustu viku. Ekki var tekið gjald fyrir heimildirnar ef undanskilið er gjald vegna kostnaðar Umhverfisstofnunar við yfirferð umsókna. Ráðherra hefur hins vegar, líkt og aðrir þingmenn Samfylkingar, lagt á það áherslu að stefna flokksins sé að taka gjald fyrir losunarheimildir.

Guðjón A. Guðjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu orkumála hjá iðnaðarráðuneytinu, segir ákvæðið í lögum um álfyrirtækin ekki útiloka gjaldtöku. „En með ákvæðinu eru sett þau skilyrði að gjaldtakan verði með almennum hætti lögð á öll önnur fyrirtæki." Hann segist telja að samskonar ákvæði sé í samningi við Alcan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert