Hélt að hún væri 14 ára

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 38 ára gamlan karlmann til að greiða 150 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir tilraun til kynferðisbrots. Honum var að auki gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 65 þúsund krónur.

Málið var höfðað gegn manninum þar sem hann beraði og strauk kynfæri sín fyrir framan vefmyndavél, og sendi hreyfimyndina af athæfinu til viðmælanda síns í gegnum spjallforritið MSN Messenger. Maðurinn hélt að hann væri að ræða við 14 ára stúlku en svo reyndist ekki vera. Móðir stúlkunnar reyndist við skjáinn og fór umsvifalaust til lögreglunnar.

Játaði brotið greiðlega

Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi en hann hefur ekki áður sætt refsingum. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að brotið sem maðurinn er sakfelldur fyrir, þ.e. að reyna að afhenda unglingi yngri en 18 ára klámmynd, varði sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn játaði brotið greiðlega og að einungis hefði verið um eina hreyfimynd að ræða.

Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Svavar Pálsson, fulltrúi sýslumannsins á Húsavík, sótti málið og Örlygur Hnefill Jónsson hdl. varði manninn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert