Íslendingar duglegastir Evrópuþjóðanna

Eftir Arndísi Þórarinsdóttur - arndis@bladid.net

Í skýrslu frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem út kom í gær kemur fram að atvinnuþátttaka Íslendinga er óvenjumikil miðað við önnur Evrópulönd. Í skýrslunni kemur m.a. fram að það sé takmark Evrópusambandsins að almenn atvinnuþátttaka verði orðin 70% í heildina árið 2010 og að atvinnuþátttaka kvenna verði 60%. Atvinnuþátttakan í innan Evrópusambandsins árið 2005 var aðeins 63,3 %. Atvinnuþátttaka á Íslandi það ár var 83,8%, sem var langhæsta prósentan sem mældist í þeim 30 löndum sem voru könnuð.

Atvinnuþátttaka kvenna er einnig óvenjumikil hér, eða 78,4% ef marka má vef Hagstofunnar. Jafnframt var hér minni munur á atvinnuþátttöku karla og kvenna en víðast hvar annars staðar. Í fjórum þeirra landa sem skýrsla Eurostat fjallaði um var atvinnuþátttaka kvenna undir 50%, á Möltu, Ítalíu, í Póllandi og Grikklandi.

Það er markmið Evrópusambandsins að atvinnuþátttaka þeirra sem eru á aldrinum 44-64 ára verði 50% fyrir árið 2010, en hún var ekki nema 42,2% árið 2005. Þar sköruðu Íslendingar líka framúr, 84,3% Íslendinga á þessum aldri var á vinnumarkaði árið 2005.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert