Kjörin verði stórbætt

Frá kjaramálaráðstefnu kennara í gær.
Frá kjaramálaráðstefnu kennara í gær. mbl.is/Frikki
Eft­ir Elvu Björk Sverr­is­dótt­ur og Ómar Friðriks­son

Tvö af stærstu launþega­sam­tök­um lands­ins, með yfir 62 þúsund fé­lags­menn að baki sér, sendu í gær frá sér af­drátt­ar­laus skila­boð um að stór­bæta þyrfti kjör launþega inn­an þeirra raða í kom­andi kjara­samn­ing­um.

Krefjast skatta­lækk­ana og hærri bóta

Kenn­ara­sam­band Íslands með ríf­lega 10 þúsund fé­lags­menn í aðild­ar­fé­lög­un­um, hélt kjara­málaráðstefnu í gær og þar kom fram að kenn­ar­ar hafa mikl­ar áhyggj­ur af stöðu kjara­mála og að flótti úr stétt­inni væri yf­ir­vof­andi ef kjör­in yrðu ekki bætt.

Hafa ekki efni á að fara í kennslu

Ei­rík­ur Jóns­son, formaður KÍ, seg­ir að hljóðið í kenn­ur­um sé þungt og flótti sé úr stétt­inni. Kenn­ar­ar eiga lausa samn­inga á næsta ári og sagði Ei­rík­ur að þá yrði að semja þannig að flótt­inn úr stétt­inni tæki enda. „Það er ljóst að fólk sem búið er að vera í há­skóla­námi í þrjú til fimm ár hef­ur ekki efni á að fara í kennslu," sagði Hall­dóra Magnús­dótt­ir, aðstoðarskóla­stjóri Hvols­skóla á Hvols­velli, í sam­tali við blaðamann á ráðstefn­unni. „Ég er að bíða. Ég borga ekki yf­ir­drátt­inn með laun­um," sagði Giss­ur Jóns­son, kenn­ari í Sunnu­lækj­ar­skóla á Sel­fossi, um stöðuna í kjara­mál­um kenn­ara.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka