Lagarfossvirkjun vígð

Hornsteinn var lagður að virkjuninni í tilefni dagsins.
Hornsteinn var lagður að virkjuninni í tilefni dagsins. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Stækkuð Lagarfossvirkjun á Fljótsdalshéraði var vígð formlega í dag. Lagði Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður RARIK hornstein að virkjuninni að viðstöddu fjölmenni.

Veðrið gerði mönnum skráveifu, því um 50 manns sem ætluðu að koma með flugi frá Reykjavík og Ísafirði komust ekki þar sem allt flug hefur legið niðri til Egilsstaða í dag.

Sögðu staðkunnugir menn að í dag væri eitthvert versta hvassviðri sem komið hefði hin síðari ár, enda hvein hressilega í Lagarfosstöð meðan veislugestir hlýddu á ræður forstjóra RARIK og stjórnarformanns.

Lagarfossvirkjun hefur nú stækkað úr 8 MW í rúm 28 MW og orkuframleiðsla RARIK samstæðunnar hefur tvöfaldast. Við tilkomu Kárahnjúkavirkjunar verða vatnaflutningar sem valda auknu rennsli í Lagarfljóti árið um kring. Við það skapast aðstæður til stækkunar Lagarfossvirkjunar.

Fyrri áfangi Lagarfossvirkjunar var tekinn í notkun árið 1975 með um 8 MW afl. Undirbúningur að verkhönnun fyrir stækkun virkjunar hófst á árinu 2003 og í árslok lá fyrir verkhönnunarskýrsla sem benti eindregið til þess að hagkvæmt væri að auka afl virkjunarinnar um allt að 20 MW með um 130 GWh orkuaukningu á ári.

Í kjölfar þess ákvað stjórn RARIK að sækja um heimildir til framkvæmda við stækkun virkjunarinnar. Jafnframt var ákveðið að endurnýja ýmsan stjórnbúnað í eldri hluta Lagarfossvirkjunar.

Lagarfossvirkjun hefur nú stækkað úr 8 MW í rúm 28 …
Lagarfossvirkjun hefur nú stækkað úr 8 MW í rúm 28 MW. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert