Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, reyndi í fyrra að setja á laggirnar viðbragðsteymi sem myndu leysa af vegna veikinda leikskólakennara til að ekki þyrfti að loka deildum, eins og gera þurfti á leikskólanum Klettaborg nú í vikunni. Undirtektirnar við hugmyndinni um neyðarteymi voru hins vegar ekki góðar.
Leikskólastjórar vildu ekki íhlaupamanneskjur auk þess sem starfsfólk fékkst ekki. „Við auglýstum í háskólum og framhaldsskólum eftir starfsfólki á vakt ákveðna daga í viku en svörin voru lítil. Við gátum ekki boðið nema það tímavinnukaup sem tíðkast á leikskólum en hefðum viljað bjóða hærri greiðslu til að fólki fyndist það borga sig að fara á milli borgarhluta vegna til dæmis fjögurra klukkustunda vinnu," greinir Þorbjörg frá.
Nánar í Blaðinu