gudrung@mbl.is
Nýlega var húsið Hverfisgata 44 flutt á lóðina Bergstaðastræti 16 og sómir það hús sér þar vel á horni sem áður var bílastæði en er nú orðið að tveimur flutningslóðum. En svo kaldhæðnislega vill til að við hliðina á auðu flutningslóðinni, Bergstaðastræti 18, er hús, rösklega 100 ára gamalt, að grotna niður.
Að sögn Magnúsar Sædal byggingarfulltrúa er ekki að sjá að ný umsókn um niðurrif muni leiða til annarrar niðurstöðu en nú er uppi. Hann kvað koma til greina í slíkum tilvikum sem þess að gefa eigendum frest til að endurnýja húsið, að viðlögðum dagsektum ef út af er brugðið.
Nánar er fjallað um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.