Samningar undirritaðir milli ORF og stærsta lyfjafyrirtækis Kína

Síðustu daga hefur forseti Íslands tekið þátt í ýmsum atburðum …
Síðustu daga hefur forseti Íslands tekið þátt í ýmsum atburðum með íslenskum fyrirtækjum og kínverskum samstarfsaðilum þeirra. mbl.is/Þórhallur Jónsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur undirritun samninga milli íslenska líftæknifyrirtækisins ORF og stærsta lyfjafyrirtækis Kína Sinopharm í dag. Samningurinn felur í sér að hið risavaxna kínverska fyrirtæki mun nýta sér prótein sem ORF framleiðir úr byggi, en sú aðferð opnar nýja möguleika í lyfjaframleiðslu og þróun lyfja.

Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta að Ólafur Ragnar fagni þessum áfanga því hann feli í sér mikla viðurkenningu fyrir vísindasamfélagið á Íslandi, rannsóknir sem stundaðar hefðu verið í íslenskum háskólum og árangursríkt samstarf íslenskra sérfræðinga við alþjóðleg rannsóknarsetur. Samningurinn væri því eindregin traustsyfirlýsing við íslenskt þekkingarsamfélag, en aðferð ORF er íslensk uppfinning.

Síðar í dag var Ólafur Ragnar viðstaddur þegar Bakkavör skrifaði undir samning um framleiðslu matvæla á stóru landsvæði sem fyrirtækið fær til umráða í Shaanxi héraði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert