Hópslagsmál brutust út á Tjarnargötu í Reykjanesbæ, rétt við Hafnargötu, klukkan 5 í morgun Lögreglumenn fóru á staðinn og lentu þar í átökum við fjölda fólks. Veist var að lögreglumönnum með spörkum og höggum og þurftu lögreglumenn að beita táragasi til að leysa upp slagsmálin.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slasaðist enginn alvarlega í átökunum en nokkrir leituðu sér læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna minniháttar áverka.