Þýskur fjárhundur valinn besti hundur haustsýningar

mbl.is/Jón Svavarsson

Þýski fjárhundurinn Gildewangen's Istan, sem er fæddur 2001 var valinn besti hundurinn á haustsýningu Hundaræktarfélags Íslands, sem fram fór í reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Alls tóku á níunda hundrað hundar þátt í sýningunni nú um helgina.

Kenneth Edth dómari, Gunnlaugur Valtýsson, Elín Þóra Eiríksdóttir sem er með Gildewangen's í láni frá norskum eigendum hans, Leif og Hilda Wangberg, Hjördís Ágústsdóttir og Jóna Th, Viðarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands eru á myndinni með verðlaunahundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert