Verzló vill fá enska námsbraut

Verzlunarskólinn
Verzlunarskólinn mbl.is/Árni Sæberg
Eft­ir Frey­stein Jó­hanns­son og Pét­ur Blön­dal
Verzl­un­ar­skóli Íslands hef­ur sótt til mennta­málaráðuneyt­is­ins um að fá að taka upp náms­braut, þar sem kennt verður á ensku. Mennta­málaráðuneytið hef­ur ekki svarað um­sókn­inni og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki vilja ræða hana. En al­mennt um kennslu á ensku í fram­halds­skól­um sagði ráðherra: "En ís­lenzk­an er það tungu­mál sem á að vera núm­er eitt alls staðar og af því verður eng­inn af­slátt­ur gef­inn meðan ég er mennta­málaráðherra." Ingi Ólafs­son, skóla­stjóri Verzl­un­ar­skól­ans, seg­ir um­sókn­ina til­komna fyr­ir orð viðskiptaráðs og Finn­ur Odds­son hjá Viðskiptaráði Íslands seg­ir til­mæl­in sprott­in af ákveðnum al­menn­um áhuga á því að gera ís­lenzkt at­vinnu­um­hverfi alþjóðlegra en nú er og tek­ur fram að ís­lenzk­um nem­end­um yrði kennt móður­málið sam­kvæmt náms­skrá.

Eina náms­braut­in í fram­halds­skóla þar sem kennt er á ensku með heim­ild mennta­málaráðuneyt­is­ins er IB-braut til alþjóðlegs stúd­ents­prófs í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð. Stærstu bank­arn­ir eru hætt­ir að gefa árs­skýrsl­ur sín­ar út á ís­lenzku, bara á ensku, en fjár­fest­ing­ar­bank­inn Straum­ur gef­ur sína árs­skýrslu út bæði á ís­lenzku og ensku. Árs­reikn­ing­ar bank­anna eru enn gefn­ir út á ís­lenzku líka. Gísli Sig­urðsson, rann­sókn­ar­pró­fess­or við Árna­stofn­un, seg­ir tví­tyngi sem op­in­bera stefnu á mis­skiln­ingi byggt:

"Við þurf­um að vera vak­andi fyr­ir því að móður­málið verður alltaf að vera sterkt og við þurf­um að halda vel utan um það áður en við för­um að nota önn­ur mál, í hvaða til­gangi sem það er."

Ítar­lega er fjallað um stöðu ís­lensk­unn­ar í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka