Átti að vaða yfir okkur

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Þorkell
Eft­ir Pét­ur Blön­dal pebl@mbl.is

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son borg­ar­stjóri og stjórn­ar­maður í Orku­veit­unni var ein­angraður í af­stöðu sinni inn­an borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins en hann hef­ur verið fylgj­andi sam­ein­ingu. Vil­hjálm­ur hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir að keyra sam­ein­ing­una í gegn og virða al­gjör­lega að vett­ugi vilja meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn­ar­flokkn­um.

Mik­ill skjálfti hef­ur verið í borg­ar­stjórn­ar­flokkn­um af þess­um sök­um og hef­ur hann hist reglu­lega á fund­um án Vil­hjálms. Sam­kvæmt öðrum heim­ild­um Morg­un­blaðsins komu hjá ein­hverj­um upp hug­mynd­ir um að slíta sam­starf­inu við Fram­sókn­ar­flokk­inn og mynda nýj­an meiri­hluta með Vinstri græn­um. „Það átti að vaða yfir okk­ur."

Nú er hins veg­ar stefnt að því að ná sam­komu­lagi á fundi borg­ar­stjórn­ar­flokks­ins, sem hald­inn verður kl. 12 í dag í Ráðhúsi Reykja­vík­ur, og verður blaðamanna­fund­ur í kjöl­farið.

Lík­leg niðurstaða fund­ar borg­ar­stjórn­ar­flokks sjálf­stæðismanna í dag er sú að Orku­veita Reykja­vík­ur eigi að draga sig út úr rekstri REI með því að selja sinn hlut. Nefnt hef­ur verið fjöl­breytt eign­ar­hald. Ekki er þó hægt að bjóða al­menn­ingi að kaupa hlut í fé­lag­inu fyrr en það er komið á markað, en í því sam­bandi hef­ur verið horft til þriggja ára.

„Þess verður freistað að ljúka mál­inu á þann hátt að Orku­veit­an selji sig út úr þessu og láta eins og þetta hafi aldrei gerst."

Upp­haf deiln­anna má rekja til þess að borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks voru boðaðir til „skyndi­fund­ar" um mál­efni Orku­veit­unn­ar í stöðvar­stjóra­hús­inu í Elliðaár­daln­um á þriðju­dags­kvöld og vissu aðeins Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son og Björn Ingi Hrafns­son fund­ar­efnið. Þar voru full­trú­ar annarra sveit­ar­fé­laga sem sæti eiga í stjórn Orku­veit­unn­ar, Borg­ar­byggðar og Akra­ness. Þá var þar Hauk­ur Leós­son, stjórn­ar­formaður Orku­veit­unn­ar og stjórn­ar­maður í REI, og Guðmund­ur Þórodds­son, for­stjóri REI.

Eins og fund­in­um er lýst fyr­ir blaðamanni var fólk boðið vel­komið og síðan brugðið upp glæru þar sem stóð: „Samruni REI við Geysi Green Energy." Einn borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins kemst svo að orði: „Þetta var það fyrsta sem við sáum um málið. Við höfðum ekki haft af því minnsta veður."

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert