Björn Ingi kveðst hafa fullt umboð

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, kveðst hafa fullt umboð borgarstjórnarflokks Framsóknar til að semja um söluna á hlut OR í REI. Björn Ingi segir ennfremur að sú niðurstaða fundar Sjálfstæðismanna í borginni að OR hverfi út úr REI sé ekki endilega hin endanlega niðurstaða borgarstjórnarmeirihlutans. Komast þurfi að samkomulagi um niðurstöðu meirihlutans.

Þetta kom fram í viðtali við Björn Inga í kvöldfréttum RÚV, eftir að Björn Ingi hafði setið á fundi með borgarstjórnarflokki Framsóknarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert