Flugfarið kostar krónu fyrir börnin

Flugfélag Íslands býður dagana 10. – 30. október svonefnt krónufargjald fyrir börn 11 ára og yngri en í því felst, að fargjaldið er 1 króna. Flugvallaskattar bætast við fargjaldið þannig að önnur leiðin verður á aðeins kr. 491. Fargjaldið er einungis bókanlegt á heimasíðu félagsins frá og með morgundeginum.

Flugfélag Íslands segist með þessu vilja koma til móts við fjölskyldur landsins og bjóða þeim ódýrt fargjald fyrir börnin og auðvelda þeim þannig ferðalögin innanlands. Það er með ráðum gert að bjóða Krónufargjaldið í október því á því tímabili séu flestir skólar landsins með vetrarfrí og því kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að drífa sig fljúgandi í stutt frí milli landshluta.

Flugfélag Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert