Framkvæmdastjóri NATO: Lausn á varnarmálum Íslendinga viðunandi

Geir, de Hoop Sheffer og Ingibjörg Sólrún í Ráðherrabústaðnum í …
Geir, de Hoop Sheffer og Ingibjörg Sólrún í Ráðherrabústaðnum í kvöld. mbl.is/Golli

Framkvæmdastjóri NATO segist telja þá niðurstöðu, sem fengist hefur í varnarmálum Íslendinga, viðunandi. Á fundi framkvæmdastjórans með forsætisráðherra og utanríkisráðherra var m.a. rætt um flug rússneskra sprengjuflugvéla yfir Atlantshafi og breytta stöðu sem kann að koma upp ef siglingaleiðir yfir norðurskautið opnast.

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er staddur hér á landi vegna fundar þingmannasamtaka NATO og hann átti í kvöld fund með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum.

De Hoop Scheffer sagði, aðspurður við blaðamenn að þau hefðu á fundinum í kvöld rætt um flug rússneskra sprengjuflugvéla yfir Atlantshaf. Hann sagði, að þessi mál hefðu verið rædd á vettvangi NATO-Rússlandsráðsins og víðar.

Ingibjörg Sólrún sagði aðspurð eftir fundinn, að þau hefðu rætt um eftirlit NATO-ríkja á hafsvæðinu umhverfis en ekkert hefði verið rætt um að auka viðveru herflugvéla á vegum NATO hér á landi umfram það sem áður hefði verið gert ráð fyrir.

Ingibjörg Sólrún sagði, að á fundinum hefði m.a. verið rætt um norðurslóðir og mikilvægi þess að menn hefði varann á sér vegna þessa heimssvæðis, því flest benti til þess að hér yrðu miklir olíu- og gasflutningar á komandi árum og ef siglingaleiðin opnaðist yfir heimsskautið breyttust forsendur. Að sögn utanríkisráðherra hafði framkvæmdastjóri NATO fullan skilning á þessu. Hann hefði sagt að NATO hefði notið þess á undanförnum árum að hafa ekki þurft að hugsa mikið um norðurslóðir en líklega þyrftu menn að fara að huga betur að því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert