Gangnaforingi á mótorhjóli braut ekki gegn náttúruverndarlögum

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur dæmt karl­mann í 80 þúsund króna sekt fyr­ir að aka óskráðu vél­hjóli við að smala fé. Tald­ist það brot gegn um­ferðarlög­um. Maður­inn var hins veg­ar sýknaður af ákæru fyr­ir að brjóta gegn nátt­úru­vernd­ar­lög­um fyr­ir að aka utan vega.

Lög­regl­an hafði af­skipti af mann­in­um í ág­úst í fyrra þar sem hann var á tor­færu­hjóli utan vega og merktra slóða á Mý­vatns­ör­æf­um. Fram kem­ur í dómn­um að maður­inn hafi verið í hlut­verki gangna­for­ingja. Voru maður­inn og lög­reglu­menn sam­mála um, að hann hefði ekið hjól­inu á að giska 70 metra út fyr­ir þjóðveg­inn.

Maður­inn var ákærður fyr­ir að hafa farið á hjól­inu víðs veg­ar um svæði í austri kring­um Glæður og Króks­mel sunn­an þjóðveg­ar­ins og norður að Jök­ulsá á Fjöll­um kring­um Litla svein og til vest­urs beggja vegna þjóðveg­ar­ins, uns lög­regla hafði tal af hon­um á þjóðveg­in­um við Náma­skarð.

Í dómn­um seg­ir, að maður­inn hafi borið, að hafa notað hjólið í göng­un­um en ekki brúkað það eitt til að bera sig um. Sú víðátta sem lýst sér í ákæru, sé allt gangna­svæðið og væri mikið af­rek af ein­um manni að smala það allt, enda ætlað til þess níu mönn­um. Sem gangna­for­ingi hafi hann ekki haft ákveðið svæði til að smala sjálf­ur en stýrt verk­inu og sam­ræmt at­hafn­ir gangna­manna, auk þess sem hann hafi smalað þar sem liðsauka þurfti hverju sinni. Maður­inn sagðist hafa farið tölu­vert um en ekki ekið á hjól­inu utan vega eða merktra slóða nema þann 70 metra spöl.

Dóm­ar­inn seg­ir, að ekki hafi verið hnekkt þeirri staðhæf­ingu gangna­for­ingj­ans, að hann hafi eng­um spjöll­um valdið á landi með notk­un vél­hjóls­ins og í því fel­ist, að hann hef­ur virt skil­yrði laga­ákvæða um að hafa sér­staka aðgát við akst­ur­inn. Var akst­ur­inn því tal­inn vera lög­mæt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert