Mótmæla gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöngin.
Hvalfjarðargöngin. mbl.is

Samgönguráðherra verða afhentar undirskriftir yfir 1.000 ferðamanna sem mótmæla gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum á morgun.

Í tilkynningu kemur fram að húsbílaeigendur og ferðafólk mótmæla gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. „Hvergi annars staðar á landinu er tekinn vegtollur af þjóðvegi nr. 1. Bifreiðaeigendur greiða nú þegar rúmlega 47 milljarða í bifreiðatengd gjöld en aðeins 18.5 milljarðar skila sér til vegaframkvæmda og viðhalds. Við teljum því að svigrúm sé til að jafna stöðu ferðafólks og rétta hlut íbúa á Vesturlandi," samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert