Ragnar H. Hall tekur að sér mál Svandísar

Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, hefur tekið að sér mál Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vegna eigendafundar Orkuveitunnar í síðustu viku þar sem tekin var ákvörðun um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy.

Svandís lagði fram bókun á eigendafundinum þar sem hún áskildi sér rétt til að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort fundurinn væri lögmætur. Til hans var boðað með innan við sólarhringsfyrirvara en samkvæmt sameignarsamningi OR á að boða til slíkra fundi með minnst viku fyrirvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert