Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að því að hreinsa upp olíu og annan glussa sem lak úr vörubifreið sem rakst á Höfðabakkabrú kl. 10:30. Að sögn lögreglu rakst krani, sem er á vörubifreiðinni, á brúna þegar bifreiðin ók þar undir. Ökumanninn sakaði ekki en talsvert tjón varð á vörubílnum. Að sögn lögreglu er ekki mikið um umferðartafir vegna atviksins.
Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu mikið magn af olíu eða öðrum glussa lak á veginn, en slökkviliðið er með sex 20 lítra fötur á staðnum sem notaðar eru til þess að leysa upp olíuna og hreinsa svæðið.