Búrhval rak á land á Ströndum

Þegar Árneshreppsbúar smöluðu svæðið frá Kaldbaksvík að Veiðileysu í september bar að venju margt fyrir augu og eyru. Það voru þó ekki bara kindurnar sem kröfðust athygli smalamanna því sunnan við svonefndan Spena gaf að líta búrhval sem rekið hafði þar á land.

Á fréttavefnum strandir.is segir, að eins og sjá megi á meðfylgjandi mynd, sem Snorri Torfason tók, sé ekki mikið líf í skepnunni sem sennilega hafi legið í fjörunni í langan tíma. Stærð dýrsins sé þó mjög greinileg og Óskar Torfason, sem einnig sést á myndinni, kæmist mörgum sinnum fyrir inni í hvalnum.

Strandir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert