Á morgun kl. 16 rennur út gæsluvarðhald yfir níu Litháum sem voru handteknir í upphafi mánaðarins grunaðir um umfangsmikla skipulagða þjófnaði hér á landi. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður tekin ákvörðun um framhald málsins á morgun.
Verðmæti þýfisins hefur ekki verið gefið upp en meðal þess sem lögreglan lagði hald á var tölvubúnaður, fatnaður og snyrtivörur.