„Ég er alls ekki að deila á foreldra með neinu móti, alls ekki. En mér finnst þjóðfélagið vera að þrýsta á fólk sem síðan er kannski komið út í þessar öfgar, það er orðið svo þreytt. Það nær ekki að sinna öllu því sem það þarf að sinna. Maður þekkir þetta bara sjálfur. Mér finnst ofsalega sorglegt hvað fólk missir af miklu. Það þarf eitthvað að breytast. Fólk gerir svo miklar kröfur – ég veit ekki hvort ég á að kalla það framapot – en allir vilja vinna sig upp í eitthvað. Það eru allir að keppast um það. Og þú þarft líka að líta rosalega vel út og taka þátt í félagsstarfinu og þessu og hinu, en hvernig á þetta að rúmast inni í rammanum? Börnin okkar eru svo lítil í svo stuttan tíma. Getum við ekki aðeins bakkað?" spyr Bergljót Hreinsdóttir, leikskólakennari.
Hún heldur úti bloggi og fjallar m.a. um samskiptin við foreldra barna og þau átök sem upp geta komið þegar börnin eru upp undir níu tíma á leikskólanum alla virka daga. Bergljót segir börnin tapa á lífsgæðakapphlaupi foreldranna.
Nánar í 24 stundir