Áætla má að Íslendingar fleygi árlega 82 kílóum af matarföngum á hvert mannsbarn. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag.
Þar er haft eftir Corneliusi Aart Meijles, umhverfisverkfræðingi hjá Umhverfisstofu, að árlega falli til um 510 kíló af heimilissorpi á mann á ári. Um helmingur af því sé hirtur með sorphirðu eða allt sem lendir í pokum. Annað sé garðaúrgangur, timbur, pappi, pappír og fleira því um líkt.
Það sorp sem lendir í pokum er um 270 kíló á mann og af því séu um 30% matarföng, sem geri um 82 kíló á hvert mannsbarn í landinu.