Níu manns voru handteknir vegna fíkniefnabrots í miðborginni í dag, og einnig voru gerðar húsleitir á nokkrum stöðum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Rúm hundrað grömm af hassi fundust, auk lítilræðis af öðrum efnum. Lögreglan segir að málið verði væntanlega fullupplýst í kvöld.