Orkuveitan undir smásjá

Frá fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðiðsflokksins í gær. Gísli Marteinn, Vilhjálmur og …
Frá fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðiðsflokksins í gær. Gísli Marteinn, Vilhjálmur og Hanna Birna

Hvort stjórnarhættir breytast eða hausar fjúka í Orkuveitu Reykjavíkur er óljóst. En hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjavík Energy Invest verður seldur, Haukur Leósson lætur af stjórnarformennsku og kjörinn fulltrúi fer inn. „Fullt traust ríkir nú á milli borgarfulltrúa, " segir Júlíus Vífill Ingvarsson Sjálfstæðisflokki.

„Okkur finnst að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli borgarfulltrúa og lykilstjórnenda sem komu að sameiningunni. Borgarfulltrúar sættu sig ekki við þann skort á upplýsingagjöf sem þeir stóðu frammi fyrir. Málið er af þeirri stærðargráðu að nú verður farið yfir samskiptareglur Orkuveitunnar og borgarstjórnar, " segir Júlíus Vífill. Allt er undir, skipurit, mannaval, stjórnarhættir og samskipti.

Ekki er víst að Björn Ingi Hrafnsson taki við formennsku í stjórn Orkuveitunnar á næsta ári eins og umsamið var. Júlíus er fámáll um hverjar afleiðingar geta orðið fyrir forsvarsmenn Orkuveitunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert