Með snák innanklæða

Piltur um tvítugt, sem lögreglan hafði afskipti af í Hafnarfirði í síðustu viku, reyndist vera með snák innanklæða. Eftir yfirheyrslur yfir piltinum og tveim félögum hans var snákurinn, sem var um einn metri að lengd, geymdur yfir nótt, þó ekki í fangaklefa, og daginn eftir var farið með hann að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Ekki er fyllilega ljóst af hvaða tegund snákurinn var, né heldur hvað hann var gamall. Meint fíkniefni fundust í fórum félaga piltsins sem var með snákinn á sér. Piltunum var sleppt eftir yfirheyrslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka