„Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn"

Björn Ingi Hrafnsson, lengst t.h., ásamt öðrum oddvitum nýrra meirihlutaflokka.
Björn Ingi Hrafnsson, lengst t.h., ásamt öðrum oddvitum nýrra meirihlutaflokka. mbl.is/Brynjar Gauti

Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur seg­ir fyrr­um minni­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í raun hafa bjargað Birni Inga Hrafns­syni, borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins, fyr­ir horn í Orku­veitu­mál­inu. Það hversu vel hon­um hafi verið tekið af minni­hlut­an­um í kjöl­far máls­ins hafi gert það að verk­um að hann standi upp frá mál­inu sem maður sem hafi staðið með sann­fær­ingu sinni. Hefði hann hins veg­ar gefið eft­ir og haldið áfram sam­starf­inu við Sjálf­stæðis­flokk­inn hefði hann litið út sem maður sem gerði hvað sem er til að halda völd­um.

„Nú stend­ur hann hins veg­ar frammi fyr­ir því að þurfa að end­ur­vinna til­trú al­menn­ings,” sagði Stef­an­ía er blaðamaður mbl.is ræddi við hana í kvöld. „Það gagn­rýndu það marg­ir er fyrri meiri­hluti var myndaður að flokk­ur sem hafði ekki nema fimm pró­sent at­kvæða á bak við sig skyldi fá þetta mik­il völd og nú hef­ur hann tæki­færi til að þvo af sér þá áru vald­fíkn­ar sem mörg­um finnst hafa loðað við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hann sýndi það er fyrri meiri­hluti var myndaður að hann seldi stuðning sinn dýrt og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sýndi hon­um þá mikið traust. Hann sýn­ir það hins veg­ar núna að hann veit­ir eng­an af­slátt og hann mun því standa og falla með þessu máli og því hvernig úr því vinnst."

Stef­an­ía seg­ir Björn Inga og fyrr­um minni­hluta nú hafa fengið það erfiða verk­efni að halda skút­unni á floti í kjöl­far þess erfiða máls sem hafi sundrað fyrri meiri­hluta. Nýr meiri­hluti taki nú við áhyggj­um al­menn­ings vegna máls­ins, sem enn sé ekki til lykta leitt. Mörg­um spurn­ing­um sé enn ósvarað og í raun óljóst hvort samstaða sé um það inn­an hins nýja meiri­hluta hvernig tekið skuli á því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert