Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við Sjónvarpið fagna þeim tíðindum, að myndaður hefði verið nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur undir forustu Samfylkingar og hún hefði þá trú að samstarf flokkanna fjögurra myndi ganga vel.
Hún sagði að hún ætti ekki von á að þetta breyti nokkru um samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í ríkisstjórninni; þar væru full heilindi.