Lúðvík Geirsson: Styttist í ákvörðun um HS

Frá fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar og forsvarsmanna Hitaveitu Suðurnesja í morgun.
Frá fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar og forsvarsmanna Hitaveitu Suðurnesja í morgun. mbl.is/Friðrik

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það styttist í að Hafnarfjarðarbær taki ákvörðun um það hvað verði gert við hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja. Lykilstjórnendur hjá HS mættu á bæjarráðsfund í Hafnarfirði í dag og var farið yfir stöðuna hvað fyrirtækið varðar. Lúðvík segir að öllum möguleikum sé haldið opnum en að hræringar undanfarinna daga veki ýmsar spurningar og að verið sé að vinna í því að fá svör við þeim.

Hafnarfjarðarbær gerði samning við Orkuveitu Reykjavíkur í sumar um möguleika á sölu á 15,7% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS á genginu 7. Orkuveita Reykjavíkur er bundin af þessum samningi til áramóta ef Hafnarfjarðarbær vill selja, en bærinn er þó ekki skyldugur til að selja sinn hlut.

Hafnarfjarðarbær nýtti sér fyrr á árinu forkaupsrétt sinn á þeim hlut sem bærinn hafði rétt á þegar ríkið seldi sinn 15,7% hlut í fyrirtækinu, sá hlutur var seldur beint áfram til OR.

Boðað hefur verið til fundar hjá eigendum HS á mánudag og á Lúðvík von á málin muni þá enn frekar skýrast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert