Náttúrufræðistofnun gengur til samninga um nýtt húsnæði í Urriðaholti

Geirfuglinn er meðal þeirra gripa, sem Náttúrufræðistofnun varðveitir.
Geirfuglinn er meðal þeirra gripa, sem Náttúrufræðistofnun varðveitir. mbl.is/ÞÖK

Náttúrufræðistofnun hefur ákveðið að ganga til samninga við Urriðaholt ehf. um að reist verði 3.500 fermetra skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir að í kjölfar útboðs hafi verið ákveðið að ganga til samninga, og nú hilli undir að húsnæðismál stofnunarinnar verði loks leyst, en hún hefur verið í bráðabirgðahúsnæði í 48 ár.

Öll starfsemi stofnunarinnar verður hýst í hinu nýja húsnæði en sýningarsafnið hefur verið flutt undir menntamálaráðuneytið og stendur því ekki til að það flytji í Garðabæinn með stofnuninni. Ráðinn hefur verið forstöðumaður sýningarsafnsins og er unnið að því að finna því stað.

Jón Gunnar segir að nú taki við ferill þar sem gengið verði til samninga með aðstoð framkvæmdasýslu ríkisins, stefnt er á að stofnunin verði flutt í nýtt húsnæði haustið 2009, sem Jón Gunnar segir vel við hæfi, þar sem þá verði liðin hálf öld frá því að hún flutti í bráðbirgðahúsnæði við Hlemm, þar sem hún hefur síðan verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert