Orkulindir í samfélagslegri eigu verða það áfram

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hann sé með frum­varp í smíðum, sem komi ákveðinni reglu á orku­markaðinn. Þar verður skilið á milli sam­keppn­is­rekst­urs og sér­leyf­isþátt­ar. Þá verður sér­leyf­isþátt­ur­inn að meiri­hluta í fé­lags­legri eigu, með vatns­veitu­lög­in að for­dæmi. Loks er gert ráð fyr­ir, að orku­lind­ir, sem nú eru í sam­fé­lags­legri for­sjá, verði það áfram.

Krist­inn H. Gunn­ars­son, þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins, tók mál­efni orku­fyr­ir­tækja upp í byrj­un þing­fund­ar og sagði m.a. að öll virkj­ana­rétt­indi Hita­veitu Suður­nesja kunni að verða kom­in í einka­eigu inn­an skamms. Spurði hann Sam­fylk­ing­una hvort flokk­ur­inn ætlaði að láta þetta ger­ast og leyfa Sjálf­stæðis­flokk­um að einka­væða orku­lind­ir Íslands.

Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, sagði að marg­ir hefðu velt því fyr­ir sér hvers vegna Sam­keppnis­eft­ir­litið gerði ekki at­huga­semd við kaup Orku­veitu Reykja­vík­ur á Hita­veitu Suður­nesja en viðskipt­in með þann eign­ar­hlut hefðu að miklu leyti verið milli aðila, sem áður voru sam­eig­end­ur í fé­lag­inu.

Gunn­ar Svavars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, sagði að flokk­ur­inn hefði bent á að auðlind­irn­ar eigi að vera í eigu al­menn­ings og jafn­framt, að dreifi­kerfi raf­orku og hita sé í meiri­hluta­eigu al­menn­ings.

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, benti á, að virkj­anaþátt­ur­inn væri ekki leng­ur í hönd­um Íslend­inga held­ur væri búið að opna hann fyr­ir Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Hún benti á, að flest­ar mik­il­væg­ustu auðlind­ir Íslend­inga væru á þjóðlend­um og þar með í eigu rík­is­ins. En auðlind­ir gætu einnig verið í einka­eigu og til að breyta því þyrfti að breyta gild­andi lög­um. Sagðist hún eiga eft­ir að sjá það, þrátt fyr­ir digr­ar yf­ir­lýs­ing­ar Sam­fylk­ing­ar­manna, að þeir nái sam­komu­lagi við sjálf­stæðis­menn að breyta auðlinda­lög­un­um frá 1998.

Guðni Ágústs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagðist ekk­ert viss um að síðasta rík­is­stjórn hefði á sín­um tíma verið að gera rétt­an hlut þegar hún seldi hlut sinn í Hita­veitu Suður­lands. En öll­um væri heim­ilt að vera vitr­ari í dag en í gær. Sagðist Guðni telja áhyggj­ur sveit­ar­fé­lag­anna í Suður­kjör­dæmi af Hita­veitu Suður­nesja eðli­leg­ar og jafn­framt væri eðli­legt að stjórn­völd fari yfir þessa stöðu og meti hana út frá hags­mun­um al­menn­ing.

Guðni sagði það sína skoðun, að auðlind­ir há­hita­svæðanna á Íslandi eigi að vera sam­fé­lags­leg eign Íslend­inga. „Lækk­un aðeins hávaðann og reyn­um að finna á þessu far­sæla lausn," sagði Guðni.

Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, sagði að ruglið í Ráðhúsi Reykja­vík­ur und­an­farna daga sýndi, að Alþingi hefði ekki unnið heima­vinnu sína og tryggt ótví­rætt eign­ar­hald al­menn­ings á nátt­úru­auðlind­um og al­menn­ingseign á veit­u­starf­semi. Verði ekki að gert stefni í sams­kon­ar deil­ur um nátt­úru­auðlind­ir og hafi orðið um fisk­veiðiauðlind­ina. Sagðist Helgi telja, að rík­is­stjórn­in geti í sam­vinnu tryggt al­manna­hags­muni og um leið tryggt einka­fyr­ir­tækj­um aðkomu til að skapa tæki­færi til út­rás­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka