Persónuvernd til skammar

„Okkur var talin trú um að þetta kerfi hefði verið notað í prófkjörum fyrir síðustu alþingiskosningar. Ef eitthvað var að þessu þegar við stóðum í því, á það þá ekki við fleiri sem nota svona kerfi við úthringingar?" spyr Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan á Íslandi, sem Persónuvernd úrskurðaði á föstudag að hefði brotið gegn ákvæðum persónuverndarlaga þegar félagið safnaði saman upplýsingum um íbúa Hafnarfjarðar í gagnagrunn í aðdraganda kosninga um stækkun álversins í Straumsvík.

„Niðurstaða Persónuverndar snýst um það að okkar fólk var ekki nógu upplýst um að það ætti að láta viðmælendur sína vita að svar þeirra yrði skráð í tölvugrunn. Það má vel vera rétt. Við vorum að standa í þessu í fyrsta skipti."

„Þessi úrvinnsla er Persónuvernd til skammar, en niðurstaðan kemur okkur ekki á óvart," segir Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, um rannsókn Persónuverndar á Alcan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert