Persónuvernd til skammar

„Okk­ur var tal­in trú um að þetta kerfi hefði verið notað í próf­kjör­um fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar. Ef eitt­hvað var að þessu þegar við stóðum í því, á það þá ekki við fleiri sem nota svona kerfi við út­hring­ing­ar?" spyr Sig­urður Þór Ásgeirs­son, fjár­mála­stjóri Alcan á Íslandi, sem Per­sónu­vernd úr­sk­urðaði á föstu­dag að hefði brotið gegn ákvæðum per­sónu­vernd­ar­laga þegar fé­lagið safnaði sam­an upp­lýs­ing­um um íbúa Hafn­ar­fjarðar í gagna­grunn í aðdrag­anda kosn­inga um stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík.

„Niðurstaða Per­sónu­vernd­ar snýst um það að okk­ar fólk var ekki nógu upp­lýst um að það ætti að láta viðmæl­end­ur sína vita að svar þeirra yrði skráð í tölvu­grunn. Það má vel vera rétt. Við vor­um að standa í þessu í fyrsta skipti."

„Þessi úr­vinnsla er Per­sónu­vernd til skamm­ar, en niðurstaðan kem­ur okk­ur ekki á óvart," seg­ir Pét­ur Óskars­son, talsmaður Sól­ar í Straumi, um rann­sókn Per­sónu­vernd­ar á Alcan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert