Slasaðist lífshættulega

Karlmanni er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir vinnuslys á framkvæmdasvæðinu við Norðurbakka í Hafnarfirði í gærmorgun. Að sögn vakthafandi læknis á deildinni eru meiðsli mannsins lífshættuleg.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru tildrög slyssins ókunn en starfsmaður sem vann með hinum slasaða sneri í hann baki þegar slysið varð. Mennirnir voru við störf á fimmtu hæð hússins, og er talið að hann hafi fallið niður um 2,5 metra.

Maðurinn var meðvitundarlaus þegar komið var á vettvang og til að gæta fyllsta öryggis við að flytja hann niður var gripið til þess ráðs að nota byggingakrana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert